Skilmálar og skilyrði áskriftar
Persónuupplýsingar eru öruggar hjá okkur. Þeim verður aldrei deilt með neinum sem hefur ekki þann beina tilgang að uppfylla viðskiptaþarfir þínar. Með því að skrá þig veitirðu Danfoss samþykki þitt af því er varðar að (i) uppfylla þjónustubeiðni þína, (ii) markaðsupplýsingar um nýjar, viðeigandi og komandi vörur, lausnir og þjónustu Danfoss, (iii) fréttabréf um t.d. sölumessur og vörukynningar og (iv) sannprófun og auðkenningu.
Þegar þú skráir þig til að taka við upplýsingum frá okkur vistum við persónuupplýsingar þínar til að sérsníða efnið sem við munum senda þér. Til að geta sérsniðið upplifun þína og veitt upplýsingar sem hafa gildi fyrir þig, erum við að byggja upp mynd af þér til að kynnast áhugamálum þínum og forgangi. Þetta gerum við með því að nýta okkur kökur og rakningu. Ef þú vilt ekki vera skráð/ur skaltu hætta áskrift til að hætta að fá sendar upplýsingar frá Danfoss.
Til að geta lokað fyrir botta sem reyna sjálfvirkt að skrá sig til að taka við upplýsingum frá okkur munum við skrá IP-tölu allra nýrra áskrifenda. Persónuupplýsingar þínar kunna að vera unnar utan ESB, þar sem þær eru einnig verndaðar í samræmi við háa staðla Danfoss.
Við geymum gögnin þín svo lengi sem (i) þú ert skráð/ur fyrir viðtöku upplýsinga frá okkur eða (ii) þú átt í viðskiptasambandi við okkur. Þegar þetta á ekki lengur við geymum við gögnin í eitt ár. Þú getur hvenær sem er hætt áskrift á viðtöku upplýsinga frá okkur, með því að nota tengilinn til að hætta áskrift, sem er til staðar í öllum samskiptum sem við sendum þér.
Hægt er að lesa almenna persónuverndarstefnu okkar hér. Ef þú vilt senda inn kvörtun varðandi vinnslu persónugagna þinna skaltu vinsamlegast hafa samband við ábendingarlínu um siðferði hér. Ef þú ert með almennar spurningar varðandi vinnslu persónugagna þinna skaltu vinsamlegast hafa samband við persónuverdarfulltrúa Danfoss í: GDPO@danfoss.com