Notkunarskilmálar vefsins
Eftirfarandi er þýðing á frumtexta úr ensku. Þýðingin er eingöngu til hagræðis fyrir íslenska notendur. Ekki er tryggt að allar síðari tíma breytingar sem kunna að verða gerðar á frumtextanum verði þýddar jafnóðum á íslensku. Nýjasta útgáfa af frumtexta er sú sem gildir á hverjum tíma. Leiki vafi á þýðingu orða eða orðasambanda gildir frumtextinn. Frumtexti: sjá www.danfoss.com
Notkunarskilmálar
Lestu vinsamlega þessa skilmála („Skilmálarnir“) vandlega áður en þú notar vefsvæði Danfoss („Vefsvæðið“). Með því að nota vefsvæðið samþykkir þú þessa skilmála. Ef þú samþykkir ekki skilmálana skaltu ekki nota vefsvæðið. Skilmálarnir fjalla um réttindi þín og skyldur að lögum og fela í sér mikilvæga fyrirvara og ákvæði um lagaval og lögsöguval. Vinsamlegast lestu þá vandlega. Skilmálarnir gilda um allar vefsíður Danfoss Group, þ.m.t. vefsvæði fyrir skráða notendur.
EIGNARHALD
Vefsvæðið er í eigu og rekið af fyrirtækinu Danfoss A/S (hér eftir nefnt Danfoss), sem er hlutafélag skráð samkvæmt dönskum lögum og með skráða aðalskrifstofu í Nordborg, í Danmörku.
NOTENDALEYFI
Þér er velkomið að vafra um vefsvæðið. Danfoss veitir þér heimild til að skoða þetta vefsvæði og til að prenta út eða hlaða niður efni sem birt er á vefsvæðinu til eigin persónulegra nota og ekki í viðskiptalegum tilgangi, að því tilskildu, og án neinna fyrirvara af neinu tagi, að þú fellst á og samþykkir skilmála þá sem fram koma í samningi þessum, og að því tilskildu að þú virðir öll fyrirmæli og tilkynningar varðandi höfundarrétt, vörumerki og önnur eignarréttindi. Þú mátt hins vegar ekki, án fyrirfram skriflegs samþykkis frá Danfoss, með nokkrum hætti afrita, gera eftirmynd af, hlaða upp, áframsenda eða dreifa efni af þessu vefsvæði, þ.m.t. texta, myndir, hljóðefni og myndskeið, í almannaþágu eða í viðskiptalegum tilgangi. Á sama hátt mátt þú ekki setja efni af þessu vefsvæði inn í ramma á neinu vefsvæði þriðja aðila (bann við innrömmun). Notkun þín á þessu vefsvæði felur í sér samning þinn og samþykki án nokkurra breytinga á þeim tilkynningum, skilmálum og skilyrðum sem fram koma í samningi þessum. Með því að nota þetta vefsvæði ábyrgist þú sömuleiðis gagnvart Danfoss að þú munir ekki nota vefsvæðið í neinum ólögmætum eða ósiðlegum tilgangi, eða á annan hátt sem bannaður er samkvæmt skilmálum þessum.
SENDINGAR FRÁ NOTENDUM
Öll erindi eða birtingarefni sem þú kynnir að senda á vefsvæðið með tölvupósti eða með öðrum hætti, verða meðhöndluð sem upplýsingar sem hvorki eru bundnar trúnaði né eignarrétti. Danfoss er heimilt að nota allt sem þú sendir í hvaða skyni sem er. Bannað er að senda eða dreifa á eða af þessu vefsvæði, á hvaða formi sem er, hvers konar ólöglegu, ógnandi, meiðandi, ærumeiðandi, klúru eða klámfengnu birtingarefni eða nokkru efni öðru sem brýtur gegn lögum.
TENGLAR Á VEFSVÆÐI ÞRIÐJA AÐILA
Danfoss kann að vera með textatengla á vefsvæði þriðju aðila. Tengdu vefsvæðin eru ekki undir stjórn Danfoss og Danfoss ber ekki með neinum hætti ábyrgð á efni tengdra vefsvæða eða á efni vefsvæða sem tengd eru slíkum vefsvæðum. Danfoss leggur ekki blessun sína yfir fyrirtæki eða afurðir sem það kann að hafa tengla á og Danfoss áskilur sér rétt til að greina frá því á vefsvæði sínu. Danfoss áskilur sér einhliða rétt til að eyða hvenær sem er öllum tenglum eða tengingarforritum. Ákveðir þú að fara inn á eitthvert vefsvæði þriðja aðila sem tengdur er þessu vefsvæði þá gerir þú það á eigin ábyrgð.
Þriðja aðila er eingöngu heimilt að vera með textatengil á aðal heimasíðu Danfoss. Allir tenglar á undirliggjandi vefsvæði gera ráð fyrir fyrirfram gefnu skriflegu samþykki frá Danfoss.
EFNI
Danfoss leggur mikla áherslu á að skapa og viðhalda þessu vefsvæði og að sjá um að efnisþættir eins og verðtilboð og vörulýsingar séu réttar og uppfærðar með nýjustu upplýsingum. Efni þessa vefsvæðis er þó háð tíðum breytingum án fyrirvara. Því ábyrgist Danfoss ekki rétta raunstöðu viðkomandi efnis. Gestir vefsvæðisins samþykkja að Danfoss sé undanþegið hvers konar ábyrgð af hvaða tagi sem er vegna efnis vefsvæðisins, hugbúnaðarins sem er á því eða vegna hvers konar notkunar þess.
HUGVERKARÉTTINDI
Texti, uppsetning, teikningar, gagnagrunnar og aðrir hlutar þessa vefsvæðis, sem og vefsvæðið sjálft, eru vernduð með höfundarétti og með rétti framleiðanda gagnagrunnsins. Sum heiti, vörumerki og firmamerki á þessu vefsvæði eru skráð vörumerki. Ekkert á þessu vefsvæði má túlka þannig að veitt séu leyfisréttindi eða önnur réttindi til að nota nein þau vörumerki sem birt eru á vefsvæðinu. Hvers konar afritun, vinnsla, þýðing, aðlögun eða hvers konar notkun, af hvaða tagi sem er, á öllu vefsvæðinu, hluta þess eða á vernduðum þáttum þess, á hvað formi sem er og með hvaða hætti sem er, er stranglega bönnuð.
GAGNAVERND
Danfoss safnar og vinnur úr upplýsingum um atferli notenda þessa vefsvæðis í tölfræðilegum og markaðslegum tilgangi. Notandi á rétt á því að andmæla, ókeypis, vinnslu þeirra gagna sem varða hann í markaðsskyni og á hann rétt á því að fá aðgang að persónugögnum og að leiðrétta slík gögn. Frekari upplýsingar varðandi þau gögn sem Danfoss safnar og þær ráðstafanir sem Danfoss gerir til að vernda persónuupplýsingar í notendagögnum sínum er að finna í reglum Danfoss um persónuupplýsingar (sjá tengil að ofan).
ÁBYRGÐ
Notkun þín á þessu vefsvæði og flettingar þínar á því er á þína eigin ábyrgð. Danfoss ábyrgist ekki að hugbúnaðurinn sem notaður er á þessu vefsvæði, upplýsingar á því, vefforrit þess, eða hvers kyns önnur þjónusta sem veitt er með notkun þessa vefsvæðis sé villulaus, eða að notkun slíkrar þjónustu fari fram truflanalaust. Danfoss hafnar berum orðum hvers kyns ábyrgð sem tengist framangreindu, þ.á m. og án takmarkana ábyrgð á nákvæmni, virkni, markaðssetningarhæfni og hentugleika til ákveðinna nota. Þrátt fyrir það sem gagnstætt þessu kann að koma fram á þessu vefsvæði skal Danfoss ekki undir neinum kringumstæðum bera ábyrgð á hagnaðartapi, tekjumissi, óbeinu, sérstöku, tilfallandi, afleiddu eða neins háttar sams konar tjóni sem leiðir af eða tengist þessu vefsvæði eða vegna notkunar þeirrar þjónustu sem nefnd er á þessu vefsvæði.
FYRIRVARI
BIRTINGAREFNI OG EFNISINNTAK Á ÞESSU VEFSVÆÐI ER AFHENT „EINS OG ÞAÐ KEMUR FYRIR“ ÁN HVERS KYNS BEINNAR EÐA ÓBEINNAR ÁBYRGÐAR AF NOKKRU TAGI, Þ.M.T. ÁBYRGÐ Á SELJANLEIKA, BROTLEYSI EÐA TILTEKNU NOTAGILDI. UNDIR ENGUM KRINGUMSTÆÐUM SKAL DANFOSS BERA ÁBYRGÐ AF NOKKRU TAGI VEGNA SKAÐA (Þ.M.T. VEGNA EN EKKI BUNDIÐ VIÐ SKAÐA VEGNA HAGNAÐARMISSI, VEGNA TRUFLANA Í REKSTRI VEGNA AFLEIDDS TJÓNS EÐA VEGNA MISSIS UPPLÝSINGA) AF VÖLDUM NOTKUNAR EÐA ÞESS AÐ EKKI ER HÆGT AÐ NOTA BIRTINGAREFNIÐ. ÞETTA Á VIÐ JAFNVEL ÞÓ DANFOSS HAFI VERIÐ UPPLÝST UM AÐ HUGSANLEGA VÆRI UM SKAÐABÓTASKYLDU AÐ RÆÐA.
Þar sem í sumum lögsögum liggur bann við undanþágum frá eða takmörkun á ábyrgð á skaða vegna afleidds eða tilfallandi tjóns, kann að vera að ofangreind takmörkun gildi ekki um þig. Enn fremur ábyrgist Danfoss ekki að upplýsingar á vefsíðum þriðja aðila sem vísað er í séu réttar eða fullnægjandi.
VÖRUPANTANIR
Danfoss mun reyna eftir fremsta megni að afgreiða allar pantanir, en Danfoss getur ekki ábyrgst að einhver vara sem sýnd er á vefsíðu þessari sé fáanleg. Danfoss áskilur sér rétt til að hætta hvenær sem er og án fyrirvara notkun einhverrar vöru sem skráð er á þessari vefsíðu.
UPPFÆRSLUR
Danfoss áskilur sér einhliða rétt til að uppfæra, aðlaga, skipta um og breyta reglum sínum um meðferð persónuupplýsinga (sjá tengil að ofan) hvenær sem er. Allar slíkar uppfærslur, lagfæringar, breytingar og umskipti eru skuldbindandi fyrir alla notendur og gesti Danfoss vefsvæðisins þar sem allar slíkar uppfærslur, breytingar og umskipti verða tilkynntar.
HUGBÚNAÐARLEYFI
Þú átt engan rétt á höfundarréttarvörðum hugbúnaði og skjölum sem varða hann, eða á viðbótum eða aðlögunum við hann, sem kunna að hafa verið gerðir aðgengilegir fyrir þig þannig að þú getir komist inn á sérstök undirsvæði á vefsvæðinu. Þér er ekki heimilt að veita leyfi til undirleyfishafa, afsala eða framselja nokkurt leyfi sem Danfoss hefur framselt þér og sérhver tilraun til slíkrar leyfisveitingar til undirleyfishafa, afsal eða framsal slíks leyfis skal vera ógild. Þú mátt ekki með öðrum hætti afrita, dreifa, breyta, endurskipuleggja eða framleiða afleiddar vörur af slíkum hugbúnaði.
LÖG SEM GILDA OG VARNARÞING
Þetta vefsvæði er vistað á netþjóni í Nordborg í Danmörku. Þú samþykkir að þessir skilmálar og notkun þín á þessu vefsvæði lúti dönskum lögum sem eru í gildi á hverjum tíma.
Hér með samþykkir þú einkalögsögu og varnarþing dómstóla, gerðardóma, opinberra stofnana og annarra stofnana til þess að rétta í ágreiningsmálum í Danmörku í öllum ágreiningsmálum sem a) leiða af, tengjast, eða varða þetta vefsvæði og/eða þessa skilmála, þar sem b) vefsvæði þetta og/eða þessir skilmálar eru tilefni ágreiningsmáls eða málsatvik sem eru veruleg, eða þar sem vísað er til á c) vefsvæði þessu og/eða skilmála þessa, er minnst á, í skjali sem lagt hefur verið fram í dómi, í gerðardómi, fyrir opinberri stofnun eða annarri stofnun sem réttar í ágreiningsmálum. Danfoss hefur gert sér far um að fylgja öllum þeim lögformlegu skilyrðum sem Danfoss er kunnugt um við að skapa og halda uppi vefsvæði þessu, en Danfoss ábyrgist það ekki að birtingarefni á þessu vefsvæði sé viðeigandi eða sé fáanlegt til nota innan einhverrar ákveðinnar lögsögu. Þú berð sjálf/ur ábyrgð á því að þú farir eftir gildandi settum lögum. Öll notkun sem brýtur gegn ákvæði þessu eða gegn nokkru ákvæði skilmála þessara er á eigin ábyrgð og áhættu þína. Séu hlutar skilmála þessara ógildir eða ef ekki er hægt að framfylgja þeim samkvæmt gildandi settum lögum verða slík ógild eða óframfylgjanleg ákvæði álitin hafa vikið fyrir gildum, framfylgjanlegum ákvæðum sem koma næst því að líkjast tilgangi hinna upphaflegu ákvæða og skulu aðrir eftirstandandi hlutar þessara ákvæða gilda um slíka notkun.